Peng Liyuan forsetafrú Kína vakti athygli í fyrstu opinberu heimsókn sinni til Kína. Ferðinni var heitið til Moskvu.

Hún þótti bera af í hressleika og huggulegheitum þegar hún heilsaði gestgjöfum sínum þegar þau forsetahjónin gengu frá borði á flugvellinum í Moskvu.

Fjallað er um málið á CNN og þar er vitnað í kínverskan embættismann sem segir: „Við Kínverjar höfum alltaf hlakkað til að eiga forsetafrú sem er frambærileg á erlendri grundu. Sá tími er kominn.” Og lesa mátti ánægju landsmanna þegar samskiptasíður í Kína eru skoðaðar: „Bandaríkin eiga Michelle (Obama), við eigum Peng Liyuan.”

Peng, sem er 51 árs, þykir mjög svo reynd þegar kemur að mannlegum samskiptum. Hún er vinsæl sópran söngkona, þekkt í Kína fyrir bjarta og tæra rödd sína. Hún þykir einstaklega glæsileg og mjög hlý og glaðleg.

Peng Liyuan, forsetafrú Kína.
Peng Liyuan, forsetafrú Kína.