Óvæntar stjórnarbreytingar urðu hjá Google tæknirisa í gær þegar tilkynnt var að Larry Page, sem stofnaði Googe ásamt Sergey Brin, taki við sem forstjóri. Núverandi forstjóri Eric Schmidt hefur deilt ákvörðunarvaldi með stofnendunum. Breytingarnar verða í apríl.

Schimdt mun áfram gegna framkvæmdastjórastarfi innan Google. Erlendir miðlar hafa sýnt málinu mikinn áhuga og leitað ástæðna fyrir sviptingunum.

Að því er kemur fram á vef Wall Street Journal er ekki um persónulega árekstra að ræða á milli stofnenda og núverandi forstjóra. Þó var nokkur ósátt um daglegan rekstur og því ákveðið að Page taki við.

Google birti ársfjórðungsuppgjör sitt í gær fyrir síðustu þrjár mánuði ársins. Hagnaður jókst um 29% frá sama fjórðungi árið áður og nam 2,54 milljörðum dala. Tekjur jukust um 26%. Uppgjör Google þykir sýna styrk félagsins.