Stjórn Starbucks hefur vikið Jim Donald forstjóra keðjunnar úr sæti og ráðið Howard Schultz formann stjórnarinnar og fyrrverandi forstjóra aftur til starfa.

Á fréttavef BBC segir að hlutabréf í fyrirtækinu hafi lækkað mikið á síðasta ári og að brotrekstur Donald sé liður í að auka tekjur keðjunnar.

Vinsældir Starbuck hafa dregist saman í Bandaríkjunum og vegna þess stendur til að loka nokkrum kaffihúsum og hægja á opnun nýrra þar í landi og leggja aukna áherslu á aðra markaði.