Kenneth Chenault, forstjóri bandaríska greiðslukorta- og afþreyingarfyrirtækisins American Express einstaklinga með háar tekjur hafa dregið verulega úr neyslu sinni og það valdi fyrirtækjum, ekki bara greiðslukortafyrirtækjum nokkrum áhyggjum.

„Þetta er fólkið sem að mörgu leyti drífur áfram hagkerfið ,“ sagði Chenault á hinni árlegu Fortune 500 ráðstefnu sem haldin var í dag.

Fram kom í máli Chenault að allir tekjuhópar hefðu skiljanlega dregið úr neyslu en nú veittu greiðslukortafyrirtæki því sérstaklega athygli að þeir sem hærri hafa tekjurnar virðast vera að draga saman seglin.

Chenault sagði að í þeim niðursveiflum sem átt hefðu sér stað síðustu ár, og nefndi sérstaklega haustið 2001 og árið 2006 hafi einstaklingar með háar og meðalháar tekjur, hefðu tekjuhærri einstaklingar þó lítið dregið úr einkaneyslu sinni – það hefði haldið hagkerfunum gangandi.

Chenault sagði að minni einkaneysla þeirra sem ættu peninga myndi leiða af sér minni tekjur, þá sérstaklega minni fyrirtækja og í framhaldinu auka atvinnuleysi.

Hann sagði að líkast til mundi árið 2009 vera enn erfiðara því enn ættu mörg fyrirtæki eftir að endurskipuleggja rekstur sinn með því að segja upp starfsfólki auk þess sem enn væri verulega hætta á að fleiri fyrirtæki, bæði stór og smá myndu keyra í þrot fyrir næsta sumar.

Rétt er að geta þess að einkaneysla vegur um 2/3 þjóðarframleiðslu Bandaríkjanna.