*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Erlent 27. febrúar 2014 13:31

Forstjóri Lego ánægður með hagnaðinn

Danski kubbaframleiðandinn Lego gerði góða hluti á síðasta ári.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Hagnaður danska leikfanga- og kubbaframleiðandans Lego nam 6,12 milljörðum danskra króna, jafnvirði 127 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er 9% aukning frá árinu 2012. Tekjur námu 25,38 milljörðum króna á árinu og var það 10% aukning á milli ára. Þetta er talsvert betri afkoma en hjá leikfangarisanum Mattel en tekjur fyrirtækisins námu rétt rúmum 4 milljörðum dala á síðasta ári. Það svarar til tæpra 22 milljarða danskra króna.

Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir Jörgen Vig Knudstorp, forstjóra Lego, að tekjur fyrirtækisins hafi rúmlega fjórfaldast á innan við tíu árum. Knudstorp settist í forstjórastól Lego í kjölfar tapreksturs fyrirtækisins árið 2003. Undir hans stjórn hafa fjölmargir kvikmyndatengd kubbasett litið dagsins ljós, s.s. tengd Star Wars, Harry Potter og Svampi Sveinssyni. 

Stikkorð: Lego
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is