Eggert Þór Kristófersson forstjóri N1 seldi í dag tæplega helming hlutabréfaeignar sinnar í félaginu.

Eggert seldi 73.399 bréf á verðinu 131 rétt fyrir lokun markaða í dag. Söluverðið nemur 9,6 milljónum króna. Á hann 90.000 bréf eftir að andvirði 11,8 milljóna króna.

Fyrir mánaðarmótin seldi félagið Helgafell, sem er m.a. í eigu Jóns Sigurðssonar stjórnarmanns, stóran hluta hlutabréfaeignar sinnar í félaginu, eins og Viðskiptablaðið fjallaði um . Sama gerði Helgi Magnússon stjórnarmaður eins og greint var frá á vb.is .

Hlutabréf N1 lækkuðu töluvert í kjölfar birtingu uppgjörs 16 febrúar, en daginn áður fór gengið í 145, sem er hæsta gengi frá skráningu félagsins.