Travis Kalanick, forstjóri Uber og bílaleiguþjónusta sem starfar með Uber í Suður Kóreu, MK Korea, hafa verið ákærð í þar á landi fyrir brot á samngöngulögum. Suður kóresku lögin sem þeir eru sagðir hafa brotið meina eigendum bílaleigubíla að nota þá sem leigubíla og er hámarksrefsing fyrir brotið tveggja ára fangelsi eða sekt sem nemur allt að 18.000 bandaríkjadölum eða rúmum tveimur milljónum íslenskra króna.

Saksóknari í málinu segir að Kalanick og samstarfsaðili hans í Suður Kóreu þurfi að vera viðstaddir réttarhöld þar á landi en vill ekki gefa upp að svo stöddu hvenær þeir þurfi að mæta í yfirheyrslur.

Talsmenn Uber segja aftur á móti að þjónustan sem fyrirtækið hefur veitt í Suður Kóreu sé að öllu leyti lögleg og að henni sé í þokkabót tekið fagnandi af suður kóreskum neytendum.

Nánar er fjallað um málið á vef Financial Times.