Vísitala framleiðsluverðs í september var 194,7 stig og lækkaði um 2% frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands . Miðað við september 2015 hefur vísitala framleiðsluverðs lækkað um 5,5%.

Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 247,2 stig og lækkaði um 3,1% frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 172,1 stig og lækkaði um 1,8%. Framleiðsluverð fyrir matvæli var 176,8 stig og lækkaði um 0,1% milli mánaða.

Vísitala framleiðsluverðs fyrir vörur sem seldar voru innanlands lækkaði um 1,0%  en vísitala fyrir útfluttar afurðir lækkaði um 2,4%.