Fram kemur í fréttayfirlýsingu frá Kjörstjórn KFR, að vegna tvöfalds kjördæmaþings hinn 27. ágúst næstkomandi, óski Framsókn sérstaklega eftir konum á lista.

Samkvæmt reglum flokksins verður að vera að minnsta kosti ein kona í einu af fjórum efstu sætum. Jafnframt kemur fram að konur þurfi að skipa þrjú af sjö efstu sætum í hverju kjördæmi.

Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, verður tvöfalt kjördæmisþing 27. ágúst. Þar verður kosið um 5 efstu sætin og rann framboðsfresturinn formlega út 12. ágúst síðastliðinn.

Alls eru tólf í framboði á lista Framsóknar í Reykjavík, en þar eru einu konurnar í framboði Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Ásgerður Jóna Flosadóttir, eins og kemur fram á vef Framsóknar .