Ef gengið yrði til kosninga í dag fengi Framsóknarflokkurinn 21% atkvæða, og myndi missa fimm af nítján þingmönnum, samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Könnunin var gerð dagana 26. og 27. júní. Úrtakið var 1.077, en hringt var þangað til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki. Alls tóku 81% svarenda afstöðu, að því er greint er frá í frétt Fréttablaðsins um niðurstöðurnar.

Sjálfstæðisflokkurinn fengi 31,3% atkvæða samkvæmt könnuninni og bætir við sig tveimur þingmönnum. Fylgi Vinstri grænna mælist 15,3%, Samfylkingin mælist með 14,4% stuðning og fylgi Bjartrar framtíðar og Pírata stendur hér um bil í stað.