Dæmigerður íslenskur skotvopnaeigandi er karlmaður yfir fimmtugu sem býr á landsbyggðinni og kýs Framsóknarflokkinn, samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2.

Fram kemur í könnuninni að Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn eru líklegri til að eiga skotvopn en stuðningsfólk stjórnarflokkanna. Kjósendur Framsóknarflokksins sem þátt tóku í könnuninni áttu skotvopn í 31% tilvika en 23,4% sjálfstæðismanna. Til samanburðar á 19,2% samfylkingarfólks skotvop og 19,1% kjósenda VG.

Þá kom fram í könnuninni að karlar eru mun líklegri en konur til að eiga byssu. Íbúar á landsbyggðinni voru jafnframt í meirihluta þeirra sem áttu skotvopn. Tekið er fram í umfjöllun Fréttablaðsins í könnuna í dag að munurinn á kynjunum er mikill. 25,3 prósent karlmanna eiga byssu en 7,3 prósent kvenna.