Bankar í Frakklandi eru reiðubúnir að endurlána gríska ríkissjóðnum 70% af því sem er útistandandi. Ætla þeir að veita Grikkjum 30 ár til að gera upp skuldina. Þetta er haft eftir Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, í dagblaðinu Le Figaro. Samkvæmt Sarkozy munu fulltrúar stjórnvalda og fulltrúar bankanna ganga frá áætlun um endurlánin á næstunni.

Nicolas Sarkozy
Nicolas Sarkozy
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Í dag byrja þingmenn í gríska þinginu að ræða frumvarp ríkisstjórnar um efnahagsumbætur sem taldar eru mjög umdeildar. Þær eiga að tryggja Grikkjum 12 milljarða evra lán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Stjórnarandstaðan í Grikklandi er á móti frumvarpinu er fram kemur á vef Rúv.