Tom G. Palmer, sérfræðingur hjá Cato stofnuninni í Bandaríkjunum og yfirmaður alþjóðadeildar Atlas Economic Research Foundation, segir að eftir hrunið 2008 megi segja að hugsjónir um einstaklings- og markaðsfrelsi hafi beðið ákveðinn hnekki í huga almennings. „Eftir hrunið 2008 má segja að þessar hugsjónir hafi beðið ákveðinn hnekki í huga almennings. Margir, einkum stjórnmálamenn, hafa kennt einstaklingsfrelsi og kapítalisma um það hvernig fór, en raunin er hins vegar allt önnur."

Palmer segir að ríkisstjórnir, ríkisstofnanir og alþjóðastofnanir beri mesta ábyrgð á því hvernig fór. „Sú stefna Seðlabanka Bandaríkjanna að hafa neikvæða raunvexti á lánsfé leiddi til gríðarlegrar skuldsetningar hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Neikvæðir raunvextir þýða að verið er að borga þér fyrir að taka lán og þú borgar bankanum fyrir að leggja fé inn á reikning hjá honum. Það er því ekki við öðru að búast en að fólk og fyrirtæki spari minna og safni skuldum í slíku umhverfi."

Hægt er að lesa viðtalið við Tom Palmer í heild sinni í Viðskiptablaðinu sem kom út á fimmtudaginn. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.