Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings um hernaðaraðgerðir gegn Sýrlandi. Hann heitir því að ná diplómatískri lausn til þess að stjórn Sýrlands eyði gereyðingarvopnum sínum.

Stjórnvöld í Sýrlandi hafa viðurkennt að eiga efnavopn. Þau hafa jafnframt samþykkt að verða við tilmælum Rússa um að láta eyðileggja þau.

Bandaríkjamenn höfðu hótað árásum á Sýrland eftir að efnavopnaárás varð hundruð manna að bana í síðasta mánuði. Yfir 100 þúsund manns hafa farist síðan borgarastyrjöldin hófst í Sýrlandi árið 2011.

BBC greindi frá.