Hinn 1. apríl næstkomandi verða liðin 150 ár frá því að Íslendingar fengu frelsi frá Dönum til að stunda eigin verslun í landinu. Þessara tímamóta verður minnst á ýmsan hátt. Viðskiptaráðuneytið mun m.a. efna til dagskrár í Þjóðmenningarhúsinu í tilefni dagsins. SVÞ hafa hvatt aðildarfyrirtæki sín í verslun til að minnast þessara tímamóta. Þau fyrirtæki sem hafa áhuga á því er bent á að hafa samband við skrifstofu samtakanna.