FTSE vísitalan breska náði í gær sínu lægsta gildi síðan í apríl 2003 og er það þriðja lægsta gildi frá upphafi. Þykir þetta gefa góða mynd af veikingu hagkerfisins í Bretlandi.

Vísitala helstu fyrirtækja Lundúna fór niður um 450 stig í liðinni viku, sem jafngildir 10,7% falli. FTSE vísitalan hefur aðeins fallið meira á svo skömmum tíma í október 1987, en á féll hún um 28% á einni viku. Annað mesta fallið var fyrir rúmum mánuði eða 6. til 10. október 2008, þá féll vísitalan um 21%.

Meðal ástæðna mikils falls FTSE í gær var óvissa á mörkuðum um bandaríska bankann Citigroup.