MMR hefur birt nýja könnun á fylgi stjórnmálaflokka sem framkvæmd var á tímabilinu 27. janúar til 1. febrúar sl.

Fylgi Pírata lækkar um 2,2% frá síðustu könnun og er nú 35,6%. Flokkurinn er ennþá langstærsti flokkurinn á Íslandi.

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi. Fylgi hans mælist nú 21,1% en var 19,5% í síðustu könnun og 20,6% í könnunni þar áður. Framsóknarflokkurinn bætir einnig við sig, hann mælist nú 12,2% en var 10% í síðustu könnun.

Vinstri-grænir mælast nú 11% en voru með 12,5% fylgi í síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 9,4% en var 10,4%. Björt framtíð er óbreytt milli kannana og mælist með 4,4% fylgi og næði ekki manni inn á þing. Fylgi annarra flokka mældist um og undir 1%.

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 33,2% en var 30,1% í síðustu mælingu.