MMR hefur birt niðurstöður úr nýrri skoðanakönnun á fylgi stjórnmálaflokka og stuðningi við ríkisstjórnina. Könnunin var framkvæmd á tímabili 4. til 8. september sl.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist 28,2% og er flokkurinn enn stærstur frá síðustu könnun þegar fylgið mældist 26,6%. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist 17,8% borið saman við 17,6% í síðustu könnun. Samfylkingin tapar hins vegar fylgi og mældist það nú 16,8% en var 20,3% síðast.

Framsóknarflokkurinn mældist með 11,3% fylgi og bætir við sig 1,2% frá síðustu könnun. Vinstri græn mældust með 10,1% borið saman við 10,1% síðast og Píratar með 9,2% en þeir voru með 10,3% fylgi í síðustu mælingu. Fylgi annarra flokka mældist undir 2%.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 36,3% og minnkar um 2,2% frá síðustu mælingu.

Svarfjöldi var 946 einstaklingar og samtals gáfu 79,5% upp afstöðu sína til flokka.