Fyrrum forstjóri breska bankans Northern Rock, Adam Applegarth mun frá greidd 760 þúsund pund eða um 116 milljónir króna, í starfslokasamning, samkvæmt tilkynningu frá bankanum sem nýlega var þjóðnýttur af breska ríkinu. Þetta er tvöföld sú upphæð sem hann átti inni hjá bankanum að sögn The Guardian en þegar var gert ráð fyrir að

Applegarth fengi um 350 þúsund pund. Hann mun fá greiðsluna á 12 mánuðum nema hann finni sér annað starf að sögn fréttavef The Guardian en þá mun upphæðin minnka.

Tilkynning bankans hefur þegar reitt menn til reiði í morgun en samtök fjárfesta, The Association of British Insurers, (ABI) segja í tilkynningu greiðslur bankans vera „úr takt við raunveruleikann“ og segja að verið sé að gera lítið úr fjármálalífinu í Bretlandi. Þá hvetja þau til þess að hætt sé að verðlauna menn fyrir mistök.

Applegarth seldi mest allan hlut sinn í bankanum fyrir um 2 milljón pund í ágúst síðastliðnum, áður en vandamál bankans urðu opinber af einhverri alvöru segir í frétt The Guardian.

Tap Northern Rock fyrir skatta á síðasta ári nam 168 milljónum punda.