Þróun á hlutabréfamarkaði hefur frá byrjun árs verið með hagstæðasta móti, borið saman við sömu árshluta frá 2009. Ef gengisþróun hlutabréfa verður með svipuðu móti það sem eftir lifir árs verður árið mögulega það besta frá hruni. Frá áramótum hefur hlutabréfavísitala GAMMA hækkað um 25,08% og óleiðrétt úrvalsvísitala Nasdaq Iceland um 18,59%.

Þróun GAMMA hlutabréfavísitölu frá byrjun árs 2015
Þróun GAMMA hlutabréfavísitölu frá byrjun árs 2015
© Jóhannes Stefánsson (VB MYND/JS)

„Ef þú horfir á vísitölurnar kaldar þá vigta félög eins og Marel og Icelandair 40-50% í vísitölunni, og þetta eru þau félög sem hafa hækkað hvað mest. Þær hækkanir hafa verið að miklu leyti drifnar af afkomubata,“ segir Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í hlutabréfum hjá hagfræðideild Landsbankans. Gengi Icelandair hefur hækkað um 31,28% og Marel um 35,14%, að teknu tilliti til arðgreiðslna.

Nær öll hlutabréf upp á við

Einungis tvö félög af þeim 15 sem eru skráð á aðallista Nasdaq Iceland hafa skilað neikvæðri ávöxtun.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .