Árið 1996 var greint frá því að stofna ætti fyrirtæki sem myndi greina erfðamengi Íslendinga í því skyni að öðlast meiri skilning á líffræði mannsins og e.t.v. finna nýjar leiðir til að lækna sjúkdóma.

Þegar Dagur-Tíminn fjallaði um málið í október sama ár var ætlað nafn fyrirtækisins Hin íslenska erfðafræðistofnun, en endanlegt nafn þess varð, eins og alþjóð veit, Íslensk erfðagreining.

Kári Stefánsson læknir fór fyrir verkefninu og stýrir Íslenskri erfðagreiningu ennþá.