ALMC, eignarhaldsfélagið sem áður var gamli Straumur Burðarás, hefur ákveðið að draga sig út úr dönsku húsgagnakeðjunni BIVA. Fjallað er um málið á vef Börsen í Danmörku.

Samkvæmt Börsen þá er þetta gert í tengslum við enn eina hlutafjáraukninguna í fyrirtækinu en gamli Straumur tók þátt í einni slíkri þegar hann tók yfir félagið í janúar 2009 eins og greint var frá á þeim tíma. Anders Moberg, fyrrum forstjóri Ikea, gerðist svo meðeigandi að BIVA síðar það ár. Félagið hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum undanfarin ár.

Hlutafjáraukningin í þetta skiptið nemur um 27 milljónum danskra króna samkvæmt frétt Börsen. Það jafngildir um 550 milljónum íslenskra króna.

Biva
Biva
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)