Vátryggingar eru af mörgum taldar flókið ferli en þeir Guðmundur Hafsteinsson og Lárus H. Lárusson hafa lifað og hrærst lengi í þessum heimi og hafa samanlagt áratuga reynslu. Þeir starfrækja ráðgjafarfyrirtækið Consello ehf. sem er sjálfstætt ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í vátryggingaráðgjöf til fyrirtækja. Í ráðgjöfinni felst m.a. úttekt á vátryggingaverndinni, möguleikar skoðaðir til hagræðingar og hagkvæmni útboðs metin.

Verði útboð fyrir valinu þá aðstoðar Consello við útboðsferlið, innleiðingu, eftirfylgni og gerð handbókar, sé þess óskað. Guðmundur og Lárus hafa áralanga reynslu af kaupum vátrygginga hér heima og erlendis og starfa sem óháðir ráðgjafar án fjárhagslegra tengsla við tryggingafélög eða miðlara.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.