Gengi krónunnar hækkaði um 0,17% í dag. Gengisvísitalan sveiflaðist á bilinu 113,95 til 115,10 í miklum viðskiptum. Gengi krónunnar hefur sveiflast mikið síðustu daga í kjölfar vaxtahækkunar og mikillar umræðu um viðskiptahalla og hátt gengi krónunnar. Frá því að Seðlabankinn hækkaði vexti 2. des. sl. hefur gengi krónunnar hækkað um 2,85%.
Gengi USD hefur farið hækkandi í vikunni eftir miklar lækkanir síðustu vikur. Vaxtaákvörðunarfundur er á þriðjudaginn í Bandaríkjunum og er búist við 25 punkta hækkun stýrivaxta og að þeir fari því úr 2% í 2,25%. Stýrivextir hafa verið hækkaðir fjórum sinnum á árinu í Bandaríkjunum.
Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 114,40 og endaði í 114,20. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 12,4 milljarðar ISK.

EURUSD 1,3225
USDJPY 105,40
GBPUSD 1,9130
USDISK 63,10
EURISK 83,50
GBPISK 120,75
JPYISK 0,5990
Brent olía 38,80
Nasdaq -0,20%
S&P -0,25%
Dow Jones -0,20%

Byggt á upplýsingum frá Íslandsbanka.