Erlendir aðilar gerðu svokallaðar DDoS-álagsárásir á netkerfi íslensku viðskiptabankanna síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu .

Árásirnar ollu ekki skaða en hins vegar var mikið álag á heimasíður bankanna vegna þeirra. Tilgangurinn virtist vera að hindra aðgang annarra að netkerfinu.

Í frétt Morgunblaðsins er haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, forstöðumanns samskiptasviðs Arion banka að það hafi verið brugðist skjótt við og því hafi lítið rof orðið á netþjónustu bankans. Rúnar Pálmarsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, tekur fram að varnir bankans hafi staðist árásarinnar. Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, tekur fram að Öryggiskerfi bankans hafi farið strax í gang og varðist árásinni, en hökt varð á heimasíðu bankans.