Gunnar Baldvinssonhefur verið stjórnarformaður Landssamtaka lífeyrissjóða frá árinu 2012 en samhliða því hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins frá árinu 1990. Fram undan eru ýmis úrlausnarefni fyrir lífeyrissjóðina.

Útlit er fyrir að lífeyrisþegum fjölgi í framtíðinni með hækkandi meðalævi landsmanna auk þess sem aukið vægi þeirra á eignamörkuðum auki jafnframt ábyrgð þeirra. Íslenskir lífeyrissjóðir eru þó vel við þessum breytingum búnir að mati Gunnars. „Við erum sannfærð um það að við séum með gríðarlega gott lífeyriskerfi,“ segir Gunnar.

Eignir hafa vaxið meira en landsframleiðsla

Lífeyrissjóðirnir eru mjög umsvifamiklir á íslenskum hlutabréfamarkaði en að sögn Gunnars eru horfur á þeim markaði góðar á næstunni. „Við reiknum með að hlutabréfamarkaður haldi áfram að stækka og að skráðum félögum muni fjölga. Við gerum okkur grein fyrir því að aukið vægi lífeyrissjóða, bæði í markaðnum í heild – svo ég tali nú ekki um í einstökum fyrirtækjum, þýðir það að við getum ekki lengur verið hlutlausir fjárfestar. Við verðum að sinna eigendaskyldum okkar,“ segir Gunnar.

Nánar er spjallað við Gunnar í sérblaði Viðskiptablaðsins um lífeyri og tryggingar sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .