Páll Magnússon, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir að ríkið geti gripið inn í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna með fleiru en að setja lög á verkfall. Þetta sagði hann í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 . Páll tekur enn fremur fram að hann átti sig ekki á því hvern menn séu að blekkja með því að segja að ríkið komi ekki með að grípa inn í deiluna - undir nokkrum kringumstæðum.

Undir þetta tók Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrum sjávarútvegsráðherra. Hann segir að það sé nokkuð bratt að segja að ekki undir nokkrum kringumstæðum komi menn að þessu með einhverjum hætti. Hann segir einnig að það væri mikilvægt að forsætisráðherra taki málið upp á sýna arma og skipaði hóp sérfræðinga til þess að meta áhrifin af deilunni.

Páll segir þó í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 að hann væri ekki talsmaður þess að sjómannaafsáttur yrði tekinn upp í þeirri mynd sem hann var - en hann tekur þó fram að honum þyki það koma til greina að skoða þann hluta af fæðispeningum sjómanna sem má líta á eins og dagpeninga annarra stétta.