*

sunnudagur, 13. júní 2021
Innlent 15. maí 2018 10:53

Ghostlamp opnar skrifstofu í Brasilíu

Íslenskt nýsköpunarfyrirtæki fær samstarfsaðila í Brasilíu sem vilja nýta sér krafta áhrifavalda til markaðssetningar.

Ritstjórn
Starfsfólk Ghostlamp í Brasilíu. Frá vinstri eru Georgia Freire, Carlos Maia og Fernanda Araújo.
Aðsend mynd

Nýsköpunarfyrirtækið Ghostlamp hefur opnað skrifstofu í Brasilíu. Ghostlamp er markaðstorg á vefnum sem auðveldar fyrirtækjum og auglýsingastofum aðgengi að áhrifavöldum á samfélagsmiðlum um allan heim.

Jón Bragi Gíslason forstjóri og stofnandi Ghostlamp segir að starfsemin í Brasilíu haf farið mjög vel af stað. „Carlos Maia rekur fyrir okkur skrifstofuna sem er staðsett í Natal við norðurströnd Brasilíu," segir Jón Bragi um opnunina í Brasilíu en hann er nú staddur í Kísildalnum í Californiu þar sem hann vinnur að frekari verkefnum fyrir fyrirtækinu.

„Hann hafði samband við okkur eftir að hafa kynnt sér þjónustuna og sá að þarna var komið verkfærið sem auglýsendur og auglýsingastofur vantaði í Brasilíu til að nýta sér kraft svokallaðra Micro áhrifavalda. Úr varð að hann fékk að gera tilraun til að setja starfsemi í gang. Skrifstofan var farin að bera sig strax á fyrsta mánuði.“

Níu starfsmenn á Íslandi

Níu starfsmenn eru á skrifstofu Ghostlamp hér á landi, en félagið fékk þróunarstyrk Tækniþróunarsjóðs frá Rannís fyrir árin 2018 og 2019. „Carlos strax ráðið tvo starfsmenn til viðbótar í teymið sem mun stækka talsvert á næstu mánuðum," segir Valgeir Magnússon, stjórnarformaður Ghostlamp

Fyrirtækið hefur séð um áhrifavaldaherferðir t.d. fyrir, Subaru, Nissan, Hamley´s, KFC, AirB&B, Visit Sweeden, US Mobile og Telia á undanförnum mánuðum. Vinnan við þessi verkefni hefur farið fram í New York, Los Angeles, San Francisco, Moskvu, London, Helsinki, Milanó, París, Dubai, Abu Dhabi og Saudi Arabíu. Ghostlamp hefur auk þess séð um áhrifavaldaherferðir á Íslandi.