Gísli H. Guðjónsson, réttarsálfræðingur og rannsóknarprófessor við kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík (HR), hefur verið sæmdur heiðursverðlaunum breska sálfræðifélagsins (The British Psychological Society) fyrir ævistarf sitt og framlag til sálfræðinnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá HR en Gísli var skipaður fyrsti prófessor í réttarsálfræði við King‘s College í London fyrir 10 árum þar sem hann starfar enn.

Hann hóf störf við Háskólann í Reykjavík árið 2007 og hefur kennt réttarsálfræði við skólann. Gísli þykir einn fremsti sérfræðingur heims í fölskum játningum og hefur orðstír hans ratað víða, segir í tilkynningunni.

Þetta er í fjórða sinn sem þessi verðlaun eru veitt, en að þessu sinni hlutu tveir fræðimenn þessa heiðursnafnbót, Gísli og Stanley Rachman, sem er prófessor emeritus við sálfræðideild háskólans í Bresku Kólumbíu í Vancouver í Kanada.

Nánar um Gísla.