Gistinætur á hótelum í janúar voru 193.200, en það er 20% aukning frá fyrra ári. Erlendir gestir voru 87% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 20 milli ára, meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 22%.

Gistinóttum á höfuðborgarsvæðinu fjölgar mest, eða um 22%. Höfuðborgarsvæðið er sem fyrr með flestar gistinætur, eða 156.100, en næst flestar voru á Suðurlandi, eða 16.900. Hótelnýting á höfuðborgarsvæðinu var best, eða 68% en á landinu öllu var nýtingin 49%.

Bretar eru fjölmennastir erlendra gesta en þeir voru 68.500, Bandaríkjamenn voru 37.900 og Þjóðverjar voru með 12.500 gistinætur.