Vergur gjaldeyrisforði Seðlabankans nam um 548 milljörðum króna í lok október og hækkaði um 15,3 milljarða milli mánaða, samkvæmt nýbirtu yfirliti um stöðu forðans á heimasíðu Seðlabankans. Hreinn gjaldeyrisforði, það er erlendar eignir að frádregnum erlendum skammtímaskuldum, nam um 481,2 milljörðum í lok mánaðarins samanborið við 467,2 milljarða í lok september.

Nettó útgreiðslur gjaldeyriseigna Seðlabankans og ríkissjóðs fyrir næstu 12 mánuði eru áætlaðar um 66,6 milljarðar króna.