Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 340,9 milljörðum króna í lok febrúar og lækkaði um 23,3 milljarða í mánuðinum.

Erlend verðbréf, sem nema um 51,7% af gjaldeyrisforðanum, lækkuðu um 7 milljarða króna í febrúar og seðlar og innstæður um 15,8 milljarða.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans í dag.