Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 542,5 milljörðum króna í lok nóvember og hækkaði um 70,6 milljarða á milli mánaða.

Erlendur gjaldeyrir jókst um 70,8 milljarða og aðrar eignir minnkuðu samtals um 124 milljónir króna í mánuðinum.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans.

Þar kemur fram að erlendar eignir Seðlabankans námu 543,4 milljörðum króna í lok nóvember, samanborið við 472,8 milljarða í lok okt. Erlendar skuldir Seðlabankans námu 236 milljörðum í nóvember samanborið við 240,4 milljarða í lok okt.