Nýskráningum einkahlutafélaga síðustu 12 mánuði, frá júní 2014 til maí 2015, hefur fjölgað um 12% samanborið við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 2.165 ný félög skráð á tímabilinu. Þetta kemur fram í nýrri frétt frá Hagstofu Íslands .

Mest var fjölgun nýskráninga í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð á tímabilinu, en hún nam 47%.

Á tímabilinu drógust gjaldþrot saman um 9% samanborið við tólf mánuði þar á undan. Alls voru 766 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu. Gjaldþrotum í flutningum og geymslu hefur fækkað mest, eða um 18% á síðustu tólf mánuðum.