Norska fjármálaritið „Dine Penger“ verðlauna árlega þá banka sem bjóða bestu viðskiptakjörin í „Meistarakeppni norsku bankanna“ (The Norwegian Bank Championship). Glitnir Bank ASA fékk gullverðlaun ársins 2007 fyrir sparnaðarreikninga og silfurverðlaun fyrir vexti á veðlánum, að því sem segir í frétt Glitnis [ GLB ]. Þetta er í 18. skipti sem tímaritið stendur fyrir Meistarakeppni bankanna. Glitnir Bank var með 4,45% meðalvexti á sparnaðarreikningum sínum.

Í fréttinni er haft eftir Má Mássyni forstöðumanni kynningarmála hjá Glitni að þetta sé mjög ánægjuleg viðurkenning á starfi bankans í Noregi sem staðfestir að stefna bankans þar beri árangur. „Noregur er einn af lykilmörkuðum Glitnis en um 280 manns starfa þar á vegum bankans. Norska hagkerfið stendur afar traustum fótum og þar er orkuiðnaðurinn  lykilhlutverki. Það er mikilvægt fyrir Glitni að hafa góða fótfestu á slíkum markaði á þeim óróatímum sem nú eru ríkjandi á alþjóðamörkuðum,“ er ennfremur haft eftir Má Mássyni.