Undirbúningur væntanlegrar skuldabréfaútgáfu Glitnis í Bandaríkjunum er nú langt kominn en í samvinnu við Barclays, Deutsche Bank og Citigroup hefur útgáfa fyrir alls 1,25 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur 88,5 milljörðum íslenskra króna, verið verðlögð, samkvæmt upplýsingum frá markaðsaðilum.

Útgáfan sem er til fimm ára er verðlögð á nafnverði og er 47 punktum yfir Libor-vöxtum sem eru góð kjör í samanburði við það sem bankarnir fengu á síðasta ári þegar neikvæð erlend umfjöllun hafði áhrif á fjármögnunarkjör íslenskra banka til hækkunar.