Hagnaður Glitnis á öðrum ársfjórðungi nam 7,5 milljörðum króna, sem er í takt við meðalspá greiningaraðila. Hagnaður dregst saman um þriðjung milli ára. Hreinar vaxtatekjur bankans aukast mikið, eða um 84,2%.

Rekstrartekjur bankans aukast um 16,1%, en rekstrarkostnaður eykst um rúmlega helming. Sökum þessa er kostnaðarhlutfall bankans hátt á öðrum fjórðungi.

Líkt og hjá hinum viðskiptabönkunum hefur efnahagsreikningurinn blásið út milli ára, í krónum mælt, sökum gengisveikingar krónunnar á fyrri helmingi ársins. Eiginfjárhlutfall stendur í 11,2%, þar af er eiginfjárþáttur A 8,0%.

Lárus Welding, forstjóri bankans, segir í tilkynningu að ánægja ríki meðal stjórnenda með uppgjör félagsins. Afkoma grunnstarfsemi hafi hækkað um 20%. Ýmsar aðgerðir í kostnaðarniðurskurði, segir Lárus munu byrja að bera ávöxt á öðrum fjórðungi.

Nánar má kynna sér uppgjörið hér .