Glitnir var með næst stærstu markaðshlutdeildina í hlutabréfamiðlun í Noregi.  Markaðshlutdeild Glitnis var um 7,37% af hlutabréfaveltu í kauphöllinni í Osló (OSE) í mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Glitni.

Fimm veltumestu hlutabréfamiðlararnir í kauphöllinni í Osló í mars voru:

  1. SEB Enskilda  ASA 7,69 %
  2. Glitnir ASA/Glitnir Securities  7,37 %
  3. DnB NOR Bank ASA  7,29 %
  4. Carnegie ASA 22 250 %
  5. ABG Sundal Collier Norge ASA  6,39 %

„Við erum mjög ánægð að sjá hvernig Glitnir heldur áfram að styrkja stöðu sína á sviði miðlunar á Norrænum hlutabréfamarkaði. Markaðshlutdeild Glitnis í Kauphöllinni í Osló hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu misserum. Norskt efnahags- og fjármálalíf er mjög stöðugt og sterk staða Glitnis á þeim markaði skiptir okkur því töluverðu máli. Við erum bjartsýn á að staða okkar haldi áfram að styrkjast á þessu sviði enda hefur Glitnir yfir að ráða mjög öflugu teymi miðlara á þeim hlutabréfamörkuðum sem bankinn starfar á”, segir Már Másson, forstöðumaður kynningarmála hjá Glitni í tilkynningu frá félaginu.