Gló opnaði nýjan veitingastað í Kópavogi á laugardag. Veitingastaðurinn er staðsettur í Hæðasmára, en fyrirtækið keypti síðasta sumar tvo veitingastaði af þrotabúi Lifandi markaðar. Staðurinn í Kópavogi er annar þeirra, en hinn er til húsa í Fákafeni í Reykjavík.

Við opnunina var margt um manninn og fengu gestir að berja augum stóra kaldpressu veitingastaðarins sem er sú eina sinnar tegundar hér á landi.

Solla Eiríks, sem áður var kennd við Grænan kost, er eigandi Gló en hún er jafnframt yfirkokkur á staðnum. Þar er boðið upp á hráfæðisrétti, heita grænmætisrétti, súpur, salöt og fleira. Elías Guðmundsson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins.