Mergermarket greiningarfyrirtækið hefur birt niðurstöður úttektar sinnar á tækni-, fjölmiðla- og fjarskiptabransanum í Austur-Evrópu.

Stjórnendur þeirra fyrirtækja sem rannsókn Mergermarket tók til eru að meirihluta bjartsýnir á framtíð tækni-, fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækja í Austur-Evrópu, en 72% þeirra sögðust telja að lánsfjárkreppan mundi hafa jákvæð eða engin áhrif á starfsemina. Rússland er það land þar sem mest mun vera um samruna og kaup tækni-, fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækja á næstu 12 mánuðum, samkvæmt niðurstöðum Mergermarket, en þar á eftir koma Pólland og Tékkland.

60% svarenda telja væntingar um mikinn hagvöxt í Austur-Evrópu valdi aukningu í samrunum og kaupum fyrirtækja í tæknigeiranum. Mergermarket segja einnig spila inn í að vöxtur í hagkerfum Austur-Evrópulanda er talinn hafa jákvæð áhrif á eftirspurn eftir „flóknum tæknilausnum“.