Sigurborg Arnarsdóttir, fjárfestingatengill hjá Össuri, sagði á fundi Samtaka atvinnulífsins að Global Compact væri góð leið fyrir fyrirtæki til þess að huga að samfélagslegri ábyrgð. Sigurborg lagði áherslu á mikilvægi slíkrar ábyrgðar fyrir alþjóðlegt fyrirtæki eins og Össur. Fyrirtækið gerir reglulega úttekt á birgjum í Asíu og hefur aukið samstarf við þá.

Fundur SA var haldinn síðastliðinn þriðjdag á Hótel Natura. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, sagði það vera ánægjulegt að sjá fleiri fyrirtæki taka þátt en í dag hafa 10 fyrirtæki skrifað undir sáttmála Global Compact.

Global Compact er sáttmáli á vegum Sameinuðu þjóðanna sem inniheldur 10 viðmið sem fyrirtæki setja sér að fara eftir.