Stjórnvöld í Japan telja hagvaxtarhorfur þar í landi betri nú en áður og gera ráð fyrir 4,1% hagvexti á ársgrundvelli á fyrstu þremur mánuðum ársins. Til samanburðar nam vöxturinn 1,2% á sama tíma í fyrra þrátt fyrir mikinn vöxt í einkaneyslu í kjölfar náttúruhamfaranna, jarðskjálfa og flóða sem gengu yfir landið árið 2011.

Breska dagblaði Financial Times segir þetta góðar fréttir fyrir Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, og geta aukið til muna sigur hans í kosningum flokks hans um sæti í efri deild japans þingsins í næsta mánuði. Kosið er til þriggja ára.