Gagnrýnendur jafnt sem framleiðendur eru himinlifandi yfir gæðum 2010 árgangsins sem nú er kominn á flöskur í Burgundy í Frakklandi.

Vegna óvenjulegs veðurfars er þó magnið með því minnsta sem þekkist og er í því sambandi talað um óvenjulegasta árgang síðustu 20 ára.

Sem dæmi er talið að miklar frostskemmdir á undangengn­ um vetri hafi minnkað uppskeru um hálfa milljón flaskna. Framleiðendur eru þegar farn­ir að tala um kraftaverkaárganginn því framan af sumri leit ekki vel út með uppskeruna.

Nánar er fjallað um Burgundy-vínið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Burgundy í Frakklandi
Burgundy í Frakklandi
© Aðsend mynd (AÐSEND)