Hópur fjárfesta í London græddu 500 milljónir dollara þegar olíuverð varð neikvætt. Eftirlitsaðilar á markaði rannsaka nú lítinn hóp fjárfesta sem græddu á þessari fordæmalausu lækkun. Frá þessu er greint á vef Bloomberg .

Umrædd lækkun átti sér stað þann 20. apríl síðastliðinn þegar verð á olíutunnu lækkaði um 40 dollara niður í -37 dollara á einni klukkustund.

Eftirlitsaðilar á markaði, framkvæmdastjórar í olíugeiranum og fjárfestar hafa átt í erfiðleikum með að skilja hvers vegna svo mikilvæg vara hafi lækkað sv mikið í verði að seljendur hafi þurft að borga fólki til að taka vöruna frá þeim.