*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 22. maí 2019 10:21

Græn Kauphöll í kjölfar vaxtalækkunar

Afar grænt er um að litast í Kauphöllinni eftir fyrstu viðskipti dagsins.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Afar grænt er um að litast í Kauphöllinni eftir fyrstu viðskipti dagsins en í morgun birti peningastefnunefnd ákvörðun sína um að lækka stýrivexti úr 4,5% í 4%.

Sextán félög hækkuðu í morgun en heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam 1,6 milljörðum króna. Mest hækkuðu Reitir eða um 2,69% í 244 milljóna króna viðskiptum. Næst mest hækkaði Eik eða um 2,12% í 64 milljóna viðskiptum.

Hlutabréfavísitala Aðalmarkaðarins hefur hækkað um 0,77% þegar þetta er ritað. Engin félög hafa lækkað það sem af er degi.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is