Síðastliðinn mánuð hafa hlutabréfavísitölur á Evrópumarkaði, og raunar í heiminum öllum, lækkað umtalsvert vegna ástands á alþjóðlegum markaði.

Vísitölur á Evrópumarkaði eru nú að taka aðeins við sér og má sjá grænar tölur úr helstu kauphöllum álfunnar. Þannig hefur FTSE vísitalan í London hækkað um 1,17% frá opnun markaða í morgun. Dax vísitalan í Frankfurt hefur hækkað um 1,98% og Cac 40 vísitalan í París hefur hækkað um 1,99%.

Litlar breytingar voru á Dow Jones vísitölunni á Bandaríkjamarkaði við lokun markaða þar í gær, og hafði hún lækkað um 0,15%.