*

þriðjudagur, 15. júní 2021
Innlent 6. apríl 2021 16:22

Grænn dagur í kauphöllinni

Gengi 16 félaga af 18 á aðalmarkaði hækkaði í viðskiptum dagsins. Kvika hækkaði um 1,2% á fyrsta viðskiptadegi eftir samruna.

Ritstjórn

Grænt var yfir að litast í kauphöll Nasdaq á Íslandi í dag, enda hækkaði gengi hlutabréfa 16 félaga af þeim 18 sem skráð eru á aðalmarkað. Úrvalsvísitalan OMXI10 hækkaði um 1,7% og stendur í kjölfarið í 2.934,09 stigum en heildarvelta viðskipta dagsins nam 3,3 milljörðum króna.

Gengi Icelandair hækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 4,29% í 242 milljóna króna veltu. Gengi hlutabréfa Festis hækkaði næstmest, eða um 3,23% í milljóna króna veltu.

Gengi hlutabréfa Kviku hækkaði um 1,2% í 241 milljón króna veltu, en í dag var fyrsti viðskiptadagur sameinaðs félags Kviku, TM og Lykils.

Reginn og Brim voru einu félögin sem þurftu að bíta í það súra epli að lækka í viðskiptum dagsins, en lækkun beggja félaga var þó smávægileg. Gengi bréfa Regins lækkaði um 1,34% og gengi Brims um 0,79%

Stikkorð: Kauphöll Nasdaq