Gengi allra fyrirtækja á hlutabréfamarkaðnum hækkuðu í dag nema BankNordik, sem stóðu í stað.

Gengi Össurar hækkaði um 1,02% og hækkaði mest allra en Reginn fylgdi fast á eftir með 0,97% hækkun á sínum hlutabréfum.

Mesta veltan var með hlutabréf Haga eða um 311 milljónir króna og hækkuðu bréf  fyrirtækisins um 0,26%. Gengi bréfa flugfélagsins Icelandair hækkaði um 0,57% og gengi Marel hækkaði um 0,37%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,47% í 380,1 milljón króna viðskiptum. Vísitalan endaði í 1.000,12 stigum en hún var síðast yfir þúsund stigum frá mars til águst á þessu ári. Hún er því komin aftur á sama stað og upphafsgildið sitt sem skráð var á nýársdag 2009.