Stjórnvöld á Grikklandi hafa ráðið til starfa erlenda sérfræðinga til að aðstoða við einkavæðingu ýmissa ríkisfyrirtækja. Stjórnvöld ætla að afla ríkinu 50 milljarða evra með einkavæðingu og er liður í endurskipulagningu ríkisskulda.

Samkvæmt áætlun sem kynnt verður á næstu vikum verður aflað 15 milljarða evra á næstu tveimur árum með sölu félaga og fasteigna sem nú eru í eigu ríkisins. Því til viðbótar er ætlunin að einkavæða fyrir 35 milljarða evra til viðbóta fyrir árið 2015.

Tilkynnt var um fyrirætlanirnar í dag. Í frétt Financial Times segir að George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, geti nú borið fyrir sig að framþróun hafi orðið á lausn á skuldavanda landsins. Leiðtogar Evrópusambandsríkja hittast næstkomandi föstudag. Grikkir vona að þar verði skuldugum evruríkjum veitt heimild til að selja skuldabréf til björgunarsjóðs evruríkja.