Afsláttarfyrirtækið Groupon er verðmetið á 12 milljarða bandaríkjadala sem er nokkuð lægra en spáð hafði verið. Spár höfðu gert ráð fyrir að Groupon gæti verið verðmætið á allt að 25 til 30 milljarða bandaríkjadala. Þetta kemur fram í New York Times. Fjárfestakynningar á fyrirtækinu eru að hefjast í næstu viku og gert er ráð fyrir skráningu í næsta mánuði. Óróleiki á mörkuðum undanfarið hefur leitt til þess að hlutafjárútboði hafa verið í bið frá því um miðjan ágúst og nokkur fyrirtæki frestað skráningu um óákveðinn tíma.

Groupon var stofnað fyrir þremur árum og hefur yfir 115 milljón áskrifendur að daglegum tilboðum vefsíðunnar. Starfsmenn Groupon eru í dag um 9.600 á 220 markaðssvæðum. Tekjur Groupon á fyrstu sex mánuðum ársins voru 688 milljónir bandaríkjadala en markaðskostnaður á sama tíma nam 432 milljónum bandaríkjadala.